miðvikudagur, 21. mars 2007

Loftnetasmíð

Andrés TF3AM skrifar á póstlista félagsins ÍRA:

Gratúlera, Guðmundur og þið allir, það er góður liðsauki af ykkur.

Það væri etv rétt að heyra, hversu margir hefðu áhuga á að læra að smíðaloftnet og prófa, eitt stk VHF GroundPlane fyrir endurvarpana et al, ogeitt stk V-á-hvolfi fyrir innanlandstíðnir. Aðalefnið í netin erustinnur vír fyrir VHF og 1q tengivír fyrir V-ið. Og svo þarfstandbylgjumæli, coax, coaxtengi, snæri og prik.Slíkt má gera nú í maí þegar sól er hærra á lofti og viðrar tilútivinnu.

Látið í ykkur heyra,
með kveðju,
Andrés TF3AM



Gangið nú í félagið og látið vita af áhuga ykkar með því að senda mér eða Andrési póst.

föstudagur, 16. mars 2007

Að sækja um kallmerki

Sælir og til hamingju með prófárangurinn!

Nokkrir punktar til ykkar sem eruð að sækja um amatörskírteini í framhaldi af prófinu. Ferlið nú eftir prófið er svona:

Fá umsóknareyðublað
Velja kallmerki
Fá áritun ÍRA
Leggja umsókn inn hjá Pof
Fara í loftið þegar skírteinið er komið!

Umsóknareyðublað er á vef Póst- og fjarskiptastofnunar:
http://pta.is/upload/files/umsoknradioama2.doc.

Fyllið út persónulegar upplýsingar, nafn, heimili, kt. og svo frv. en ekki þarf að tíunda tækjabúnað að svo stöddu. Þá skulu þeir sem eru að sækja um í fyrsta skipti ekki taka fram kallmerki í þann reit, hann er fyrir þá sem þegar hafa það og eru að sækja um breytingar.

Hafið samband við TF3VS (Vilhjálm Sigurjónsson), tengil ÍRA við Póst- og fjar... og finnið kallmerki í samráði við hann sem ykkur fellur við. Þið getið velt kallmerkjum fyrir ykkur áður, t.d. er listi á vef ÍRA:
http://www.ira.is/kallmerki.html
en ekki er víst að allt sé nú laust sem þannig er merkt, þar þegar margir sækja um samtímis. Athugið að þeir sem fá G-leyfi geta einnig valið að hafa þriggja stafa viðskeyti, svo fremi sem síðasti stafur sé ekki N. Það gefur ýmsa möguleika.

Vilhjálmur starfar í Háskóla Íslands (VR-3 við Suðurgötu), beinn sími: 525-4630, tölvupóstfang: vilhj@vortex.is

Vilhjálmur áritar svo umsóknina fyrir hönd ÍRA og að því búnu er farið með hana til Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, viðtakandi Hörður R. Harðarson. Hann gefur út leyfið og kostar það 2800 kr.

73, de TF3VS

fimmtudagur, 8. mars 2007

Reglugerðarprófið frá 2005

Smellið hér til að sækja reglugerðarprófið frá 2005.

Nokkur dæmi um truflanir

Ekki gafst tími á námskeiðinu til að fara sérstaklega í truflanir þó nokkur dæmi hafi verið tekin í dæmatímum. Ég bæti því hér með lausnum á nokkrum prófdæmum um truflanir.

Smellið hér til að sækja lausnir á prófdæmum um truflanir.

Próflausn frá 2005

Vonandi hefur öllum gengið vel að leysa æfingaprófið frá 2005.

Smellið hér til að sækja lausn á því.

mánudagur, 5. mars 2007

Glærur frá fyrirlestri um bylgjuútbreiðslu

Hér eru glærur Andrésar TF3AM.

Próf til æfingar

Prófið sem haldið var í ágúst 2005 má sækja með því að smella hér. Sækið prófið og æfið ykkur. Það er góð hugmynd að taka frá 2 tíma og reyna að leysa prófið við sömu aðstæður og verða á þriðjudaginn 13. mars þegar alvöru prófið verður haldið.

Til viðbótar við prófið þurfið þið reiknigrafið og teikningarnar að sendi og viðtæki í prófaheftinu.
Lausn verður dreift síðasta kennsludag.

fimmtudagur, 1. mars 2007

Vefsíður tengdar bylgjuútbreiðslu

Myndband frá fyrirlestri um loftnet og fæðilínur

Myndband frá fyrirlestri um loftnet og fæðilínur er komið í safnið með hinum.

Sjá myndbandasíðuna.

Glærur úr dæmatíma um loftnet

Glærurnar sem Andrés TF3AM notaði má nálgast hér.

miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Myndböndin

Sem tilraun til að hafa myndböndin öll aðgengileg í hærri upplausn svo lesa megi töfluskriftina svo og hlaða þeim niður hér innanlands hef ég útbúið eina vefsíðu með þeim öllum.

Smellið hér til að skoða.

Þetta krefst DIVX afspilunarbúnaðar en vefskoðarinn ykkar ætti að setja hann sjálfkrafa inn.
Látið vita hvernig þetta nýtist. Ég reyni að bæta því sem upp á vantar inn á næstu dögum.

Um resónans



Andrés TF3AM sýndi í gær 2 vefsíður sem skýra resónans:

mánudagur, 26. febrúar 2007

Próf til amatörleyfis

Nú er komin áætlun um hvenær prófin verða haldin.
Stefnt er á að halda þau 2 kvöld, rafmagns- og radíótækniprófið verði haldið 13. mars og reglugerðarprófið þann 15. mars. Hvort próf um sig tekur 2 tíma.

Ég veit að þessi tími hentar ekki öllum en vonandi flestum. Það hefur verið erfitt að finna tíma sem flestum hentar. Við veljum að gera þetta svona þar sem flestir eru búnir að taka þessi kvöld frá núna um nokkurt skeið. Auk þess yrði erfit að halda svona próf og fara yfir fyrir svo stóran hóp á einu kvöldi. Einnig borgar sig ekki að bíða lengi með próf að loknu námskeiði.

Niðurstöður beggja prófana ættu að fást á fimmtudagskvöldið 15. mars.

Berist ekki hávær og almenn mótmæli gegn þessum dagsetningum stendur þetta.
Látið mig þó endilega vita ef þið komist ekki svo við getum tekið tillit til þess og reynt að finna aðrar lausnir.

Ég mun fljótlega láta ykkur hafa próf sem þið hafið ekki séð til æfingar heima. Því prófi getið þið skilað til yfirferðar.

sunnudagur, 25. febrúar 2007

Glærur frá fyrirlestri TF3AM um loftnet og fæðilínur

Síðasta fimmtudag hélt Andrés Þórarinsson TF3AM fyrirlestur um loftnet og fæðilínur. Hér má nálgast glærurnar svo og ljósmyndirnar sem hann sýndi í upphafi fyrirlesturs.

Næsta þriðjudagskvöld verða svo reiknuð dæmi tengd þessu efni eins og vanalega.

fimmtudagur, 22. febrúar 2007

Loftnet og skylt efni

Þá er fjöllun um hálfleiðara, viðtækið og sendinn lokið. Í kvöld verður byrjað að fjalla um atriði tengd loftnetum og bylgjuútbreiðslu. Þar má nefna atriði eins og fæðilínur (t.d. coax-kapla), "vertical" og "dipole" loftnet, standbylgjuhlutfall, jarðbylgju og stökkbylgju, jónahvolfin og fleira og fleira.

Það er TF3AM Andrés Þórarinsson sem mun fjalla um þetta næstu kvöld.

miðvikudagur, 14. febrúar 2007

föstudagur, 9. febrúar 2007

Myndband frá fyrirlestri um þverviðnám og resónans

Myndbandsupptökur frá fyrirlestrinum um þverviðnám og resónans eru komnir á netið. Í þetta sinn gerum við tilraun með annarskonar framsetningu. Gaman væri að heyra hvort það gengur á horfa á þetta.

Smellið hér fyrir fyrri hluta.

Smellið hér fyrir seinni hluta.

Myndböndin eru í hærri upplausn svo töfluskriftin ætti að vera læsilegri. Þau eru einnig hýst hér innanlands.

Meira á leiðinni.

föstudagur, 2. febrúar 2007

Reiknigraf fyrir þverviðnám og resónans

Hér er PDF skjal með reiknigrafinu. Prentið út nokkur eintök og hafið með í næsta dæmatíma ásamt reglustiku. Þá reiknum við dæmin um þverviðnám og resónans. Það eru venjulega dæmi 4 og 5. Eins og áður byrjum við á prófinu frá 2000.

fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Upptaka fra dæmatíma um spólur og þétta

Misstirðu af dæmatímanum um spólur og þétta? Var eitthvað dæmi sem þú skildir ekki alveg. Hér er tækifæri til að horfa aftur.
Vonandi getum við sett upptökuna í hærri upplausn á vefinn síðar svo auðveldara verði að skoða töfluskriftina.


þriðjudagur, 30. janúar 2007

Fyrirlestur 1. feb um þverviðnám og resónansrásir

Næsta fimmtudagskvöld höldum við áfram að fjalla um spólur og þétta. Í þetta sinn verður fjallað um hvernig má líta á spólur og þétta sem tíðniháð viðnám og hvað gerist þegar við tengjum spólu við þétti. Einnig lærum við að nota svokallað reiknigraf sem finna má í prófaheftinu. Ekki er vitlaust að taka með sér reglustiku og blýant.

Námsefnið í "Passport to Amateur Radio" er á síðum 22 til 30 (að "Semiconductor Devices").

Glærur frá kynningarkvöldi

Einhverjir gætu haft gagn eða gaman af glærunum frá kynningarkvöldinu.

Þær má sækja hér.

mánudagur, 29. janúar 2007

Dæmatími um spólur og þétta

Annaðkvöld er komið að öðrum dæmatíma námskeiðsins. Þá verða reiknuð gömul prófdæmi sem fjalla um spólur og þétta. Oftast eru þetta dæmi 2 og 3 í prófunum í prófaheftinu. Byrjað verður að skoða yngsta prófið frá 2000 og svo farið aftur í tíma. Allir eru hvattir til að skoða dæmin heima og reyna að reikna þau.

Dæmatíminn verður að vanda í byggingu VR-II í Háskóla Íslands, stofu 158 og hefst kl. 19:30.

fimmtudagur, 25. janúar 2007

EMF

Þættinum hefur borist bréf. Spurt er hvað þetta e.m.f. er sem oft er talað um í "Passport to Amateur Radio". E.m.f. stendur fyrir Electro Motive Force sem mætti íslenska sem rafknýjandi kraftur. Það er einmitt spennugjafi sem býr til þennan kraft og knýr rafeindir áfram. E.m.f. er mælt í Voltum.

Sjá nákvæmari umfjöllun í Wikipedia.

Litla sendiviðtækið hans Kristins TF3KX



Litla sendiviðtækið hans Kristins TF3KX sem hann sýndi á fyrirlestrinum um spólur og þétta í kvöld er frá Small Wonder Labs
og heitir SW+. Útgáfan sem TF3KX sýndi er fyrir 20 metra bandið, þ.e. 14 MHz. Hægt er að fá útgáfur af tækinu fyrir önnur bönd.

Nýliðabæklingur TF3KB

Einu sinni var til leyfisflokkur sem var kallaður Nýliðaleyfi. Það var takmarkað í 2 ár og menn máttu bara vera með 5W og á morsei.

Kristján Benediktsson TF3KB tók þá saman bækling á íslensku um helstu atriði sem menn þurftu að kunna til að fá nýliðaleyfið. Okkur datt í hug að einhverjum gæti gagnast þessi texti á íslensku.

Smellið hér til að sækja bæklinginn.

Efni fyrir fyrirlestur um spólur og þétta

Í kvöld 25. jan mun TF3KX halda fyrirlestur um spólur og þétta. Farið er yfir efnið á síðum 17 til 24 í Passport to Amateur radio.

Fjallað verður m.a. um hvernig spólur og þéttar eru byggðir upp, hvað er rýmd og span, hvað eru mælieiningarnar Farad og Henry. Einnig verður fjallað um spenna, um vindingahlutfall spenna og virkni þeirra.

Kennslan er að vanda í Háskóla Íslands, VR-II, stofu 158 og hefst kl 19:30.

Fyrirlestur TF3KX um jafnstraumsrásir

Haldinn 18. jan 2007



Ef smellt er á "Google Video" hnappinn í niðri í hægra horni myndbandsins opnast síða hjá Google Video. Þar er hægt að sækja myndbandið í hærri upplausn. Til þess þarf þó að setja inn Google Video Player.